Tuesday, November 6, 2012

...að lokum...

Ekki má gleyma því að það er hluti af námskeiðinu að gera þessa síðu - þetta er ekki bara svona mont síða..... en gaman var þetta allt.

Aukaverkefni og lok námskeiðs

Þetta námskeið var rosalega skemmtilegt og ég lærði heilmargt sem ég á eflaust eftir að nýta mér.
Ég gerði líka nokkur aukaverkefni. T.d. kom ég með gamlar speglaflísar og rasteraði á þær. Fyrst rasteraði ég framan á flísar:
Þetta sést ekki vel á þessum myndum en ég var rosalega hrifin af þessu, kemur vel út.
Svo prófaði ég að rastera aftaná spegil og það kom enn betur út

Með þessu er hægt að gera t.d. tertudisk eða ostabakka þvi yfirborðið er alveg slétt og það er hægt að þvo það.

Ég gerði líka skartgripatré..

...og kertastjaka..


Svo voru allskonar litlar prufur sem tókust mis vel en maður lærði á þessu öllu saman og ég get svo sannarlega mælt með þessu námskeiði....

Takk fyrir mig Katý...!!!

10. verkefni. Sketchup

Valur kom og kenndi okkur á google sketchup forritið. Það er mjög sniðugt 3D forrit þar sem maður getur t.d. teiknað upp stofuna í 3D og breytt og fært til, málað og hvað eina - allt í tölvunni til að sjá hvernig þetta kæmi best út. ég vistaði ekki verkefnið mitt og hef því ekkert að sýna hér en þetta var mjög fróðlegt og gaman að skoða hvað hægt var að gera. Þetta forrit er líka notað í 3D prentarann í FabLab.

9. verkefni. Rastering í gler

Ég gerði rasteringu í glös sem fara í jólapakka og þess vegna sést ekkert sérstaklega vel á myndinni hvað þetta er, en ég get lofað ykkur því að þetta kom rosalega vel út.

8. verkefni. Ljós 2.

Í þessu verkefni þá lærði ég að gera "cut path" þannig að maður hálf skar út úr myndinni. T.d. þá setti ég fiðrildi og blóm á gamlan lampa sem ég átti, blómin skárust út en bara vængirnir á fiðrildinu þannig að það lyftist aðeins frá stykkinu:

7. verkefni. Logo.

Við áttum að gera logo á mismunandi efni til að sjá hvernig rastering kæmi út. Ég gerði á plexi, masonit og mdf efni. bara einhver lítil stykki...
... set ekki inn mynd af plexi stykkinu því það fer í jólapakka!!

6. verkefni. Stóra smelluverkefnið

Þetta verkefni tókst ekki alveg nógu vel hjá mér en ég keypti mér bláa plötu og skar út 4 kassa með "tökkum" sem áttu að smella saman þannig að úr yrði kassi. "takkarnir" voru ekki alveg nógu þéttir þannig að þetta rétt toldi saman (ég gleymdi að gera ráð fyrir 0,01mm skurðinum á leisernum. En þá fékk ég nokkurskonar lím hjá Katý og límdi þetta saman. Ég rastaði líka munstur í þetta og ætla að setja seríu innan í en er ekki búin að fá mér hana þannig að ég setti þetta yfir lampa til að þið gætuð séð hvernig þetta var að koma út:
Ekki alveg nógu góð mynd en sýnir þetta samt nokkurnvegin.