Tuesday, November 6, 2012

Aukaverkefni og lok námskeiðs

Þetta námskeið var rosalega skemmtilegt og ég lærði heilmargt sem ég á eflaust eftir að nýta mér.
Ég gerði líka nokkur aukaverkefni. T.d. kom ég með gamlar speglaflísar og rasteraði á þær. Fyrst rasteraði ég framan á flísar:
Þetta sést ekki vel á þessum myndum en ég var rosalega hrifin af þessu, kemur vel út.
Svo prófaði ég að rastera aftaná spegil og það kom enn betur út

Með þessu er hægt að gera t.d. tertudisk eða ostabakka þvi yfirborðið er alveg slétt og það er hægt að þvo það.

Ég gerði líka skartgripatré..

...og kertastjaka..


Svo voru allskonar litlar prufur sem tókust mis vel en maður lærði á þessu öllu saman og ég get svo sannarlega mælt með þessu námskeiði....

Takk fyrir mig Katý...!!!

No comments:

Post a Comment